Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:02 Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar. Margar hverjar enda líklega sem orðin tóm. Kennaraverkfall fær varla umfjöllun í fjölmiðlum og samninganefndir ríkis og sveitarfélaga neita að setjast við samningaborðið og efna loforð við kennara um jöfnun launa frá 2016. Þetta fær okkur skólafólk óneitanlega til að hugsa hvers virði okkar störf eru og hvenær við skiptum raunverulega máli. Þegar mikið liggur við tilheyrum við framlínustétt en í augnablikinu erum við aukaleikarar í skugga pólitíkusa sem keppast um atkvæðin okkar. Engu að síður eru alltaf verkefni í gangi í þágu barna og menntamála, sum þeirra ná aldrei hljómgrunni meðal kennara því þau eru unnin of langt frá fólkinu sem raunverulega þarf og vill taka þátt í þeim. Eitt þessara verkefna sem lifði af, ef svo má segja, hófst veturinn 2018-2019 með skýrslu sem unnin var af þáverandi Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem rýnt var í innleiðingu aðalnámskrár frá 2011 og kannað hvernig hún var nýtt í hverjum skóla fyrir sig. Niðurstaðan var einföld: Innleiðing aðalnámskrár af hálfu yfirvalda var lítil sem engin. Verkefnið endaði á herðum skólanna sjálfra og við tóku nokkur ár þar sem kennarar og skólastjórnendur hvers skóla klóruðu sér í hausnum yfir fjölda hæfniviðmiða sem sum hver voru óskiljanleg. Foreldrar skildu illa námsmatið og nemendur nýttu sér ekki endilega þá endurgjöf sem þeir fengu. Um hugmyndafræði námskrárinnar ríkir engu að síður ákveðin sátt. Undirrituð tók þátt í að vinna að könnun og skýrsluskrifum og í niðurstöðukafla voru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum. Þar á meðal endurskoðun og einföldun á hæfni- og matsviðmiðum. Aðgerðinni var hrundið af stað hjá MMS haustið 2022. Undirbúningshópur um endurskoðun aðalnámskrár var settur af stað og kom úr röðum kennara og skólastjórnenda sem höfðu unnið með gildandi námskrá. Vinnuhópar voru settir saman fyrir hverja námsgrein en þeir voru einnig samsettir af kennurum og skólastjórnendum á gólfinu sem höfðu mikla þekkingu og reynslu af vinnu með aðalnámskrá. Vinnan var einnig unnin í góðu samstarfi við helstu hagaðila og þeir upplýstir um framvindu verkefnisins reglulega. Í verkefninu voru þrjú megin markmið: Að einfalda, skýra og samræma og áhersla var á að endurskoðun á námskrám er sífelluvinna og stöðugt í þróun. Drög vinnuhópanna birtust í samráðsgátt á vordögum 2024 og fengu afar góð viðbrögð og umsagnir og lokaútgáfan birtist í stjórnartíðindum 28. október síðast liðinn. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú þegar hafið undirbúning við vinnu innleiðingar en hún felst m.a. í því að útbúa stuðningsefni fyrir kennara hugsað nemendum í hag, með skipulögðum námsmarkmiðum fyrir hvert hæfniviðmið, tengingum við lykilhæfni og tillögum að kennsluháttum. Til þeirrar vinnu hafa verið fengnir reynslumiklir og áhugasamir kennarar og stjórnendur af gólfinu en einnig verður samstarf við aðra sérfræðinga háskólasamfélagsins. Miklar vonir eru bundnar við að efnið sem til verður eigi eftir að vera í takt við úrbætur t.d. umræddan matsferil og námsefnisgerð. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að verkefni sem þessi fari forgörðum af því nýr menntamálaráðherra ætli að fara eigin leiðir og geri eitthvað allt annað svo viðkomandi skilji nú örugglega eitthvað eftir sig. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og það er mikilvægt að stjórnvöld veiti fjármunum til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. Það er sóun að stinga góðum verkefnum ofan í skúffu. Menntun er mikilvægasta verkefni hvers samfélags og menntun er samfélagslegt verkefni. Tilgangur minn með þessari grein er einfaldur en skýr, hann er hvatning til menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar um að halda áfram samtali og samstarfi við fagfólkið á gólfinu og nýta þau verkefni sem farin eru af stað, nemendum okkar í hag. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Linda Heiðarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar. Margar hverjar enda líklega sem orðin tóm. Kennaraverkfall fær varla umfjöllun í fjölmiðlum og samninganefndir ríkis og sveitarfélaga neita að setjast við samningaborðið og efna loforð við kennara um jöfnun launa frá 2016. Þetta fær okkur skólafólk óneitanlega til að hugsa hvers virði okkar störf eru og hvenær við skiptum raunverulega máli. Þegar mikið liggur við tilheyrum við framlínustétt en í augnablikinu erum við aukaleikarar í skugga pólitíkusa sem keppast um atkvæðin okkar. Engu að síður eru alltaf verkefni í gangi í þágu barna og menntamála, sum þeirra ná aldrei hljómgrunni meðal kennara því þau eru unnin of langt frá fólkinu sem raunverulega þarf og vill taka þátt í þeim. Eitt þessara verkefna sem lifði af, ef svo má segja, hófst veturinn 2018-2019 með skýrslu sem unnin var af þáverandi Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem rýnt var í innleiðingu aðalnámskrár frá 2011 og kannað hvernig hún var nýtt í hverjum skóla fyrir sig. Niðurstaðan var einföld: Innleiðing aðalnámskrár af hálfu yfirvalda var lítil sem engin. Verkefnið endaði á herðum skólanna sjálfra og við tóku nokkur ár þar sem kennarar og skólastjórnendur hvers skóla klóruðu sér í hausnum yfir fjölda hæfniviðmiða sem sum hver voru óskiljanleg. Foreldrar skildu illa námsmatið og nemendur nýttu sér ekki endilega þá endurgjöf sem þeir fengu. Um hugmyndafræði námskrárinnar ríkir engu að síður ákveðin sátt. Undirrituð tók þátt í að vinna að könnun og skýrsluskrifum og í niðurstöðukafla voru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum. Þar á meðal endurskoðun og einföldun á hæfni- og matsviðmiðum. Aðgerðinni var hrundið af stað hjá MMS haustið 2022. Undirbúningshópur um endurskoðun aðalnámskrár var settur af stað og kom úr röðum kennara og skólastjórnenda sem höfðu unnið með gildandi námskrá. Vinnuhópar voru settir saman fyrir hverja námsgrein en þeir voru einnig samsettir af kennurum og skólastjórnendum á gólfinu sem höfðu mikla þekkingu og reynslu af vinnu með aðalnámskrá. Vinnan var einnig unnin í góðu samstarfi við helstu hagaðila og þeir upplýstir um framvindu verkefnisins reglulega. Í verkefninu voru þrjú megin markmið: Að einfalda, skýra og samræma og áhersla var á að endurskoðun á námskrám er sífelluvinna og stöðugt í þróun. Drög vinnuhópanna birtust í samráðsgátt á vordögum 2024 og fengu afar góð viðbrögð og umsagnir og lokaútgáfan birtist í stjórnartíðindum 28. október síðast liðinn. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú þegar hafið undirbúning við vinnu innleiðingar en hún felst m.a. í því að útbúa stuðningsefni fyrir kennara hugsað nemendum í hag, með skipulögðum námsmarkmiðum fyrir hvert hæfniviðmið, tengingum við lykilhæfni og tillögum að kennsluháttum. Til þeirrar vinnu hafa verið fengnir reynslumiklir og áhugasamir kennarar og stjórnendur af gólfinu en einnig verður samstarf við aðra sérfræðinga háskólasamfélagsins. Miklar vonir eru bundnar við að efnið sem til verður eigi eftir að vera í takt við úrbætur t.d. umræddan matsferil og námsefnisgerð. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að verkefni sem þessi fari forgörðum af því nýr menntamálaráðherra ætli að fara eigin leiðir og geri eitthvað allt annað svo viðkomandi skilji nú örugglega eitthvað eftir sig. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og það er mikilvægt að stjórnvöld veiti fjármunum til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. Það er sóun að stinga góðum verkefnum ofan í skúffu. Menntun er mikilvægasta verkefni hvers samfélags og menntun er samfélagslegt verkefni. Tilgangur minn með þessari grein er einfaldur en skýr, hann er hvatning til menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar um að halda áfram samtali og samstarfi við fagfólkið á gólfinu og nýta þau verkefni sem farin eru af stað, nemendum okkar í hag. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í grunnskóla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar