7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:47 Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun