Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 07:01 Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun