Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:32 Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun