Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:15 Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Sjá meira
Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun