Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar 6. nóvember 2024 10:32 Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert rennir stoðum undir þær fullyrðingar að orkuvinnsla vinni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Öðru nær, yfirgnæfandi meirihluti ferðafólks hefur ekkert á móti því að sjá mannvirki og önnur ummerki um græna orkuvinnslu Íslendinga. Það er óumdeilanleg staðreynd, staðfest í ótal könnunum, að ferðafólk sem kemur til landsins gerir það til að njóta fegurðar íslenskrar náttúru. Svo heyrist oft, að þetta sama ferðafólk vilji ekki koma til landsins ef það eigi á hættu að sjá virkjanamannvirki. Gengið er út frá því að ef fólk hafi áhuga á náttúru Íslands sé það sjálfkrafa á móti endurnýjanlegri orkuvinnslu. Yfirgnæfandi jákvæðni Við hjá Landsvirkjun höfum aldrei verið sátt við fullyrðingar af þessu tagi, enda höfum við ekki enn hitt ferðafólk nærri aflstöðvum okkar sem segir Íslandsferðina ónýta vegna orkumannvirkja. Til þess að leiða hið sanna í ljós höfum við því ráðist í að kanna hug ferðafólks. Niðurstöður eru allar á einn veg: Langflest þeirra sem spurð eru segjast jákvæð í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu, hluti hópsins hefur að vísu enga skoðun til eða frá, en neikvæðir eru oftast á bilinu 1-5%. Nýjasta dæmið er könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir okkur á Þjórsársvæðinu í sumar. Ferðafólk var spurt hversu ánægt það væri með náttúru svæðisins. 90% voru mjög eða frekar ánægð. 6% sögðu hvorki af né á og aðeins 4% voru ekki ánægð. Spurning um hversu ánægð þau væru með dvöl sína á svæðinu leiddi í ljós að 95% voru ánægð, 5% hvorki/né. Þetta er nú öll óánægja ferðafólks á svæði þar sem eru 7 vatnsaflsvirkjanir með öllum tilheyrandi stíflum, lónum og öðrum mannvirkjum, auk tveggja vindmylla. 1% neikvæðni Niðurstaðan í könnuninni í sumar er í fullu samræmi við könnun sem Gallup vann fyrir okkur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir 2 árum. Ferðafólk var spurt hvort orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á upplifun þess af íslenskri náttúru. Rúm 70% sögðu áhrifin hafa verið jákvæð og aðeins 1% lýsti neikvæðri upplifun, aðrir voru í hvorki/né hópnum. Þetta er nú öll andstaðan og kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart enda höfum við alltaf fundið fyrir miklum áhuga ferðafólks að fá að vita meira um einstaka, græna orkuvinnsluna hér á landi. Margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins hafa líka mjög sterka tengingu við orkuvinnslu. Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn tengjast bæði jarðhitavirkjunum, Stuðlagil varð aðgengilegt vegna orkuvinnslunnar á Kárahnjúkum og Sigöldugljúfur er orðið skyldustopp fyrir alla ferðamenn sem fara um Þjórsársvæðið, svo örfá dæmi séu nefnd. Orkutengd ferðaþjónusta Við eigum að hætta að tönnlast á þjóðsögunni um að orkuvinnsla sé ekki samrýmanleg ferðaþjónustu og horfa þess í stað til orkutengdrar ferðaþjónustu. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, er hluti af samfélaginu og líka hluti af upplifun ferðafólks sem nýtir vegina sem fyrirtækið hefur lagt til að komast að orkumannvirkjum og inn á hálendið. Orkuvinnslan og innviðir í kringum hana eru styrkur fyrir ferðaþjónustuna, ekki veikleiki. Ferðafólki á starfssvæðum Landsvirkjunar hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Við viljum að það geti ferðast þar um. Við hjá Landsvirkjun verðum auðvitað að gæta að öryggi orkuvinnslunnar og öryggi starfsfólksins okkar, en jafnframt að öryggi ferðafólksins sjálfs. Við tókum þann pól í hæðina að fræða og upplýsa. Við rekum tvær gestastofur, í Ljósafossstöð við Sogið og við Kröflu sem eru opnar öllum, án endurgjalds. Í þessar gestastofur komu um 20 þúsund manns sl. sumar. Fjölmörg ferðafyrirtæki nýta sér gestastofurnar og taka þannig þátt í orkutengdri ferðaþjónustu. Velkomin á Orkuslóð! Þessu til viðbótar ákváðum við að ráðast í verkefnið „Orkuslóð“ þar sem ferðafólk á Þjórsársvæðinu getur rakið sig áfram eftir skiltum með ýmsum fróðleik og mikilvægum öryggisupplýsingum. Vonandi sjá ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í að nýta þessi skilti og segja sögu grænu orkuvinnslunnar okkar, sem er einstök á heimsvísu. Við hlökkum til að sjá ferðafólk á Orkuslóð og vonumst eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustuna, hér eftir sem hingað til. Höfundur er verkefnastjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar