Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:44 Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun