Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:44 Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun