Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 31. október 2024 08:32 Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun