Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 31. október 2024 08:32 Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun