Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:00 Íslenska landsliðið fagnaði tveimur góðum sigrum gegn Póllandi í undirbúningi fyri rEM. vísir/Viktor Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 35 manna hópinn sem hann mun svo geta valið úr fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tæpan mánuð. Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira