Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar 29. október 2024 10:32 Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun