Um „orðskrípið“ inngildingu Kjartan Þór Ingason skrifar 28. október 2024 10:16 Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun