Um „orðskrípið“ inngildingu Kjartan Þór Ingason skrifar 28. október 2024 10:16 Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun