„Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Hinrik Wöhler skrifar 25. október 2024 23:00 Arnar Pétursson kemur skilaboðum áleiðis í leiknum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann frækinn sex marka sigur á Pólverjum í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir lokamót EM en mótið hefst eftir rúman mánuð. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira