„Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Hinrik Wöhler skrifar 25. október 2024 23:00 Arnar Pétursson kemur skilaboðum áleiðis í leiknum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann frækinn sex marka sigur á Pólverjum í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir lokamót EM en mótið hefst eftir rúman mánuð. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni