Þórir undrandi á hve slæm staðan var og hlífir leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 14:17 Þórir Hergeirsson er enn landsliðsþjálfari Noregs en hættir með liðið eftir Evrópumótið í desember. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, fráfarandi landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, segir það hafa komið sér á óvart hve háa upphæð norska félagið Vipers þurfti að greiða til að forða sér frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember. Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31
Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02
Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20