Tvöfölduðu launin á fjórum árum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 17:32 Vipers frá Kristiansand unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð. EPA-EFE/Tibor Illyes Það er líklega engin tilviljun að norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand hafi rambað á barmi gjaldþrots. Þetta stórveldi í handbolta kvenna hefur á síðustu fjórum árum tvöfaldað launakostnað vegna leikmanna. Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira