Verjum húsnæðismarkaðinn frá frekari einkavæðingu Arnlaugur Samúel Arnþórsson skrifar 22. október 2024 12:32 Sem dæmi um hvernig óheftur kapítalismi hefur farið með húsnæðismarkaðinn má rýna í tölfræðina frá Hagstofu Íslands. Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8% Á þessum sama tíma hækkaði heildarfjöldi íbúða í eigu einstaklinga um 12.58% Íbúðir í eigu Húsnæðissamvinnufélaga fóru upp um 9.4% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Félagasamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Ríkisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda. Á þessum sama tíma stendur einn liður sérstaklega út í sinni útþenslu í samanburð við þennan samdrátt, og það eru venjulegar íbúðir í eigu fyrirtækja. Íbúðir í eigu fyrirtækja fóru upp um 105.91% í heildarfjölda á þessum 10 árum. Á meðan hafa félagslegir húsnæðiskostir dregist saman í heildina um 59.30% Hættum að einkavæða byrjum að félagsvæða! Ef við á vinstrinu höldum áfram að spila í vörn frekar en sókn munu fyrirtæki fá að kæfa alla félagslega húsnæðiskosti út úr markaðnum. Til að spyrna á móti þessari gríðarlegu einkavæðingu sem hefur orðið á seinustu árum er Sósíalistaflokkur Íslands meðal annars með það í sinni stefnu: Að byggðar verði 30 þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum Að tryggt sé fjármagn í að félagslega rekin leigufélög verði að lágmarki 25% af húsnæðismarkaðnum eftir 20 ár. Að námsmönnum í háskóla- eða framhaldsskólanámi svo sem iðn- og eða sérskólanámi og námsmönnum af landsbyggðinni verði tryggt húsnæði á nemendagörðum í gegnum félagslega rekin og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Að lög um samvinnufélög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að stofna leigufélög og annarskonar samvinnufélög á gerlegan máta. Og þetta er bara lítill hluti af stórri stefnu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sem dæmi um hvernig óheftur kapítalismi hefur farið með húsnæðismarkaðinn má rýna í tölfræðina frá Hagstofu Íslands. Á milli 2011 og 2021 stækkaði heildarfjöldi venjulegra íbúða á íslenskum húsnæðismarkaði um 11.8% Á þessum sama tíma hækkaði heildarfjöldi íbúða í eigu einstaklinga um 12.58% Íbúðir í eigu Húsnæðissamvinnufélaga fóru upp um 9.4% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Sveitarfélaga fóru niður um 52.77% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Félagasamtaka fóru niður um 83.07% í heildarfjölda.Íbúðir í eigu Ríkisins fóru niður um 86.07% í heildarfjölda. Á þessum sama tíma stendur einn liður sérstaklega út í sinni útþenslu í samanburð við þennan samdrátt, og það eru venjulegar íbúðir í eigu fyrirtækja. Íbúðir í eigu fyrirtækja fóru upp um 105.91% í heildarfjölda á þessum 10 árum. Á meðan hafa félagslegir húsnæðiskostir dregist saman í heildina um 59.30% Hættum að einkavæða byrjum að félagsvæða! Ef við á vinstrinu höldum áfram að spila í vörn frekar en sókn munu fyrirtæki fá að kæfa alla félagslega húsnæðiskosti út úr markaðnum. Til að spyrna á móti þessari gríðarlegu einkavæðingu sem hefur orðið á seinustu árum er Sósíalistaflokkur Íslands meðal annars með það í sinni stefnu: Að byggðar verði 30 þúsund félagslegar íbúðir á næstu tíu árum Að tryggt sé fjármagn í að félagslega rekin leigufélög verði að lágmarki 25% af húsnæðismarkaðnum eftir 20 ár. Að námsmönnum í háskóla- eða framhaldsskólanámi svo sem iðn- og eða sérskólanámi og námsmönnum af landsbyggðinni verði tryggt húsnæði á nemendagörðum í gegnum félagslega rekin og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Að lög um samvinnufélög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að stofna leigufélög og annarskonar samvinnufélög á gerlegan máta. Og þetta er bara lítill hluti af stórri stefnu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar