Við verðum að viðhalda vegum Sigþór Sigurðsson skrifar 21. október 2024 15:00 Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð.
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun