Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 14:45 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins sem Snorri Steinn Guðjónsson stýrir. Samsett/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“ Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“
Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira