Sýnir ólíkum skoðunum á komu Arons skilning: „Treysti Aroni hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 11:04 Aron Pálmarsson er vanur að vera númer 4 en verður í treyju númer 44 hjá hinu sigursæla liði Veszprém. Veszprém Handball Spánverjinn Xavier Pascual, þjálfari handknattleiksliðs Veszprém, er í skýjunum með að hafa nú fengið Aron Pálmarsson aftur sem sinn lærisvein. Hann kveðst þó skilja að skoðanir stuðningsfólks Veszprém á endurkomu Arons geti verið mismunandi, eftir viðskilnaðinn 2017. Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira