„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. október 2024 00:02 Courvoisier McCauley og DeAndre Kane börðust innan og utan vallar í kvöld. vísir /anton „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. „Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Sjá meira
„Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Sjá meira