Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 15:01 Ægir Þór Steinarsson leiðir sóknarleik Stjörnunnar og gefur tóninn í varnarleiknum. Vísir/Diego Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti