„Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 22:45 Guðjón Valur og lærisveinar hans í Gummersbach voru miskunnarlausir. vísir / anton brink „Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika. Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“ Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“
Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira