„Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 22:45 Guðjón Valur og lærisveinar hans í Gummersbach voru miskunnarlausir. vísir / anton brink „Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika. Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“ Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Fyrir leik gerðu margir ráð fyrir sigri Gummersbach, ógnarsterks liðs í þýsku úrvalsdeildinni. Sigurinn varð þó töluvert stærri en flestum hafði órað. Hvað útskýrir þennan mikla mun milli liðanna í kvöld? „Við stóðum bara mjög vel í vörninni, bæði 5-1 vörninni og 6-0 vörninni, markmennirnir okkar báðir frábærir. Svo tókst okkur að halda okkar tempói nokkuð háu, gerðum varla tæknifeil og nýttum færin okkar vel. Ég held að það sé bara þessi klisja, stóðum vel í vörn og unnum bolta sem sáði kannski smá óöryggi hjá ungum FH-ingum,“ sagði Guðjón um stærð sigursins en nýtti tækifærið til að valdefla FH-ingana aðeins. „Mjög efnilegt og skemmtilegt lið sem FH er að byggja upp. Er þeir nota það rétt, ungu strákarnir, þá gæti þetta verið bara besti dagurinn þeirra því þeir kunna allir að spila handbolta og rúmlega það en vantar kannski smá upp á líkamsstyrkinn, sem eðlilegt er.“ Besti dagurinn þeirra segir hann og var beðinn um að útskýra það nánar, hvort tapið í kvöld sé reynsla sem FH gæti dregið lærdóm af? „Já, sérstaklega þessir ungu. Mér finnst FH með skemmtilega blöndu af eldri og reynslumeiri og ungum og efnilegum. Getum tekið Einar og Sindra sem dæmi, bara til að taka tvo. Það eru spennandi tímar hérna framundan og við tókum þessu verkefni mjög alvarlega.“ Ótal bláklæddra Íslendinga á svæðinu Viðtalið var tekið úti á velli fljótlega eftir leik, undirritaður þurfti þó að standa lengi í röð til að komast að Guðjóni sem sinnti myndatökum og áritaði treyjur hjá tugum, ef ekki á annað hundrað, íslenskra Gummersbach-aðdáenda. Þeir voru þó ekki allir komnir hans vegna. „Það er Elliði og það er Teitur, fjölskyldan hjá honum Arnóri Óskarssyni sem var hjá okkur í fyrra. Æðislegt að sjá svona marga Íslendinga sem halda með okkur. Það kom fullt af fólki frá Vestmannaeyjum [heimabæ Elliða]. Við erum mjög stoltir og ánægðir að hafa fengið þennan stuðning. Þakklátir og glaðir líka að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði.“
Evrópudeild karla í handbolta Þýski handboltinn FH Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira