Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar 14. október 2024 10:01 Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar