Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar 14. október 2024 10:01 Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun