Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 11. október 2024 19:31 Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kvenheilsa Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun