Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar 8. október 2024 09:30 Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Sjá meira
Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar