Ný Selfossbrú yfir Ölfusá – bruðl eða skynsemi? Tómas Ellert Tómasson skrifar 6. október 2024 16:02 Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Ölfus Ný Ölfusárbrú Árborg Mest lesið Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings. Ölfusá, hættulegasta flóðá landsins Meðalrennsli Ölfusár er 384 m3/sek og reglulega koma flóð í þessa vatnsmestu og hættulegustu flóðaá landsins sem ná allt um eða yfir 2000 m3/sek rennsli. Mesta mælt rennsli í ánni mældist 2620 m3/sek, þann 29. febrúar 1968. Þegar flóð eru stærri en 1500 m3/sek flæðir áin yfir bakka sína. Mynd 1- Reiknuð og mæld hæstu flóð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss Vatnshæð við vatnshæðarmæli 064 við Selfoss neðan gömlu Ölfusárbrúar er við meðalrennsli 10 m.y.s. en við 1400 m3/sek rennsli er vatnshæðin 12,5 m.y.s., í báðum tilvikum helst áin í farvegi sínum. Í flóðinu 1968 þegar áin flæddi yfir bakka sína er áætlað að vatnshæð við mælinn hafi verið 13,74 m.y.s eða tæpum 4 metrum hærri en við meðalrennsli. Hve há vatnsstaðan verður við 3000 m3/sek ofsaflóð er ekki til nein spá sem ég veit um en ekki er ólíklegt að hún verði á bilinu 13,8-14,0 m.y.s við mælinn. Mögulegar brúartegundir Aðstæður til brúargerðar yfir Efri Laugardælaeyju eru um margt sérstakar. Hvítá/Ölfusá er hættulegasta flóðaá landsins með eða án jakaburðar, grundunaraðstæður eru mismunandi á vestri og eystri bakka hennar og hún er staðsett á virku jarðskjálftasvæði og líklegt þykir að hún þveri jarðskjálftasprungu. Brúin þarf því að standa hátt í landinu og standast jarðskjálfta stærri en Mw6,5. Heildarlengd brúarinnar er 330m og það er mögulegt að brúa ánna með einni eða tveim brúm vegna eyjunnar sem er mitt á milli bakkanna. Ýmsar mögulegar brúartegundir eru þekktar til að brúa slík höf sem um ræðir í tilviki nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá, byggðar upp með steypu eða stáli. Þar má helst nefna hengibrýr, stagbrýr, bogabrýr, bitabrýr og grindarbrýr. Brýr með undirstöðum í árfarveginum koma lítt eða ekki til greina s.s. stöplabrýr með eða án jarðvegsfyllinga líkt og Borgarfjarðarbrú þar sem slík lausn myndi auka líkur á krapastíflum og einnig eru slíkar brýr ekki hentugar á jarðskjálftasvæðum. Samanburður á raunkostnaði mismunandi brúartegunda Árið 2013 kom fram rannsókn sem byggð var á reynslutölum kostnaðar fyrir mismunandi brúargerðir. Í rannsókninni voru teknar saman raunkostnaðartölur 300 brúa og þær bornar saman mtt. haflengda. Auk þess voru settar upp empíriskar jöfnur sem nota mætti til að auðvelda ákvarðanatöku um hvers konar brúargerð væri hagkvæmast að byggja eftir því hverjar haflengdir þeirra væru. Samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum er hagkvæmasta tegund brúar með sömu haflengd og nýja Selfossbrúin yfir Ölfusá, stagbrú. Áætlaður kostnaður við gerð 330m stagbrúar liggur á bilinu 7-8 milljarðar króna að sögn Vegagerðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir því að kostnaðurinn við stagbrúnna verði 8 milljarðar að þá má gera ráð fyrir því að tvær bogabrýr sem spanna hvor um sig (til einföldunar) 165m sé 10,6 milljarðar króna eða 33% dýrari lausn en ein 330m stagbrú. Val Vegagerðarinnar á stagbrú yfir Efri Laugardælaeyju er því eins og sjá má ekki byggð á óráðsíu og bruðli heldur skynsemi. Allt tal um montbrú, minnisvarða eða óþarfa flottheit eru því úr lausu lofti gripnar. Hér er eingöngu um að ræða skynsamlega og hagkvæma lausn sem vill bara svo til að verður stórglæsilegt kennileiti fyrir Selfossbæ og nágrenni um ókomna tíð. Tafla til glöggvunar: Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun