Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar 3. október 2024 12:31 Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Vinstri græn Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar