Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar 27. október 2025 21:00 Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er þann 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta tækifærið til að fagna faginu og kynna störf sín. Iðjuþjálfar hér á landi eru á fimmta hundrað, flest starfa á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Þema alþjóðlega dagsins er „Iðjuþjálfun í verki.“ Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefnin fjölbreytt. Leiðarljós í starfinu er ávallt að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar eru löggild heilbrigðisstétt með fjögurra ára háskólamenntun að baki og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu á iðju mannsins og í brennidepli er samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Þjónusta iðjuþjálfa er heilbrigðisþjónusta í grunninn. Í henni felst ýmist bein íhlutun eða meðferð fyrir einstaklinga og hópa, en einnig ráðgjöf, stuðningur og kennsla. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt að grípa inn snemma Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta hversdaginn ganga upp. Þeir eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Fagið byggir á vel skilgreindri fræðasýn, gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangur iðjuþjálfa er einkum innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtaka, hjá sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að efla forvarnir og endurhæfingu. Slíkt borgar sig margfalt hvernig sem á það er litið. Það þarf að vera hægt að grípa inn áður en iðjuvandi fólks verður of mikill og hamlandi með tilheyrandi heilsubresti. Með því að tryggja gott aðgengi fólks með vægari færniskerðingar að endurhæfingarúrræðum, þar sem snemmtæk íhlutun er í forgrunni má fyrirbyggja þörf á sérhæfðari og dýrari þjónustu síðar. Rannsóknir benda ennfremur til þess að brýnt sé að veita faglega og góða eftirfylgd að lokinni endurhæfingu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum hér á landi og aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa er ekki greitt. Endurhæfing er leið til sjálfbærni Vesturlönd eru í velferðarkreppu, það er staðreynd. Í ljósi hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra verða á næstu árum færri vinnandi hendur til halda velferðarsamfélaginu gangandi samhliða því að þörf fyrir þjónustu munu aukast. Heilbrigðis - og félagsþjónusta hér á landi er ekki sjálfbær og það hafa iðjuþjálfar eins og aðrar heilbrigðisstéttir bent á lengi. Finna þarf nýjar leiðir og setja forvarnir og endurhæfingu í forgang með markvissum aðgerðum. Þjónusta endurhæfingarstétta eins og iðjuþjálfa þarf að verða mun aðgengilegri. Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda sem sett var fram í lok árs 2020 átti að koma á fót endurhæfingarteymum í öllum heilbrigðisumdæmum, einu í hverju umdæmi en tveimur til þremur á höfuðborgarsvæðinu. Árið er 2025 og enn er fátt um fína drætti. Er ekki kominn tími til að hrinda aðgerðum í framkvæmd? Þetta með sjálfbærnina reddast ekki bara. Heilsugæslan lykilþáttur Fyrsta stigs þjónusta fer fram í heilsugæslu, félagsþjónustu og innan skólakerfisins. Til þess að endurhæfing sé í alvöru hluti af snemmtækum inngripum þá þurfa úrræðin að vera aðgengileg í nærumhverfi fólks – í lágþröskuldaþjónustu eins og heilsugæslunni! Tökum sem dæmi hana Hermínu Hannesdóttur sem er 85 ára og býr ein. Hún bjargar sé nokkuð vel heima en er orðin léleg til gangs, glímir við svima og er hrædd um að detta. Þessi staða veldur henni óöryggi og kvíða. Hermína veit upp á hár, eftir að hafa gúgglað í spjaldtölvunni sinni að hún þarf að fá iðjuþjálfa heim til að hjálpa sér að meta þörf fyrir hjálpartæki og aðlögun svo fyrirbyggja megi byltur. Hún sá allskonar fín handföng og sturtustóla á netinu sem kæmu að gagni. Hermína hringir á heilsugæslustöðina til að panta tíma hjá iðjuþjálfa. Nei því miður – enginn slíkur hér segir stúlkan í móttökunni. Ég skora á stjórnvöld að taka á sig rögg og koma endurhæfingarteymum á laggirnar sem fyrst og bæta þannig aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa og annarri nauðsynlegri endurhæfingu í nærumhverfi fólks. Hvernig væri að leggja alvöru áherslu á forvarnir og endurhæfingu – það margborgar sig samkvæmt vísindum! Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er þann 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta tækifærið til að fagna faginu og kynna störf sín. Iðjuþjálfar hér á landi eru á fimmta hundrað, flest starfa á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Þema alþjóðlega dagsins er „Iðjuþjálfun í verki.“ Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefnin fjölbreytt. Leiðarljós í starfinu er ávallt að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar eru löggild heilbrigðisstétt með fjögurra ára háskólamenntun að baki og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu á iðju mannsins og í brennidepli er samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Þjónusta iðjuþjálfa er heilbrigðisþjónusta í grunninn. Í henni felst ýmist bein íhlutun eða meðferð fyrir einstaklinga og hópa, en einnig ráðgjöf, stuðningur og kennsla. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt að grípa inn snemma Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta hversdaginn ganga upp. Þeir eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Fagið byggir á vel skilgreindri fræðasýn, gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangur iðjuþjálfa er einkum innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtaka, hjá sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að efla forvarnir og endurhæfingu. Slíkt borgar sig margfalt hvernig sem á það er litið. Það þarf að vera hægt að grípa inn áður en iðjuvandi fólks verður of mikill og hamlandi með tilheyrandi heilsubresti. Með því að tryggja gott aðgengi fólks með vægari færniskerðingar að endurhæfingarúrræðum, þar sem snemmtæk íhlutun er í forgrunni má fyrirbyggja þörf á sérhæfðari og dýrari þjónustu síðar. Rannsóknir benda ennfremur til þess að brýnt sé að veita faglega og góða eftirfylgd að lokinni endurhæfingu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum hér á landi og aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa er ekki greitt. Endurhæfing er leið til sjálfbærni Vesturlönd eru í velferðarkreppu, það er staðreynd. Í ljósi hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra verða á næstu árum færri vinnandi hendur til halda velferðarsamfélaginu gangandi samhliða því að þörf fyrir þjónustu munu aukast. Heilbrigðis - og félagsþjónusta hér á landi er ekki sjálfbær og það hafa iðjuþjálfar eins og aðrar heilbrigðisstéttir bent á lengi. Finna þarf nýjar leiðir og setja forvarnir og endurhæfingu í forgang með markvissum aðgerðum. Þjónusta endurhæfingarstétta eins og iðjuþjálfa þarf að verða mun aðgengilegri. Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda sem sett var fram í lok árs 2020 átti að koma á fót endurhæfingarteymum í öllum heilbrigðisumdæmum, einu í hverju umdæmi en tveimur til þremur á höfuðborgarsvæðinu. Árið er 2025 og enn er fátt um fína drætti. Er ekki kominn tími til að hrinda aðgerðum í framkvæmd? Þetta með sjálfbærnina reddast ekki bara. Heilsugæslan lykilþáttur Fyrsta stigs þjónusta fer fram í heilsugæslu, félagsþjónustu og innan skólakerfisins. Til þess að endurhæfing sé í alvöru hluti af snemmtækum inngripum þá þurfa úrræðin að vera aðgengileg í nærumhverfi fólks – í lágþröskuldaþjónustu eins og heilsugæslunni! Tökum sem dæmi hana Hermínu Hannesdóttur sem er 85 ára og býr ein. Hún bjargar sé nokkuð vel heima en er orðin léleg til gangs, glímir við svima og er hrædd um að detta. Þessi staða veldur henni óöryggi og kvíða. Hermína veit upp á hár, eftir að hafa gúgglað í spjaldtölvunni sinni að hún þarf að fá iðjuþjálfa heim til að hjálpa sér að meta þörf fyrir hjálpartæki og aðlögun svo fyrirbyggja megi byltur. Hún sá allskonar fín handföng og sturtustóla á netinu sem kæmu að gagni. Hermína hringir á heilsugæslustöðina til að panta tíma hjá iðjuþjálfa. Nei því miður – enginn slíkur hér segir stúlkan í móttökunni. Ég skora á stjórnvöld að taka á sig rögg og koma endurhæfingarteymum á laggirnar sem fyrst og bæta þannig aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa og annarri nauðsynlegri endurhæfingu í nærumhverfi fólks. Hvernig væri að leggja alvöru áherslu á forvarnir og endurhæfingu – það margborgar sig samkvæmt vísindum! Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun