Valsmenn neituðu að veita viðtöl Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 21:44 Finnur Freyr Stefánsson stýrði Val til Íslandsmeistaratitils í vor, á Hlíðarenda. vísir/Anton Íslandsmeistarar Vals veittu engin viðtöl eftir tapið gegn Keflavík í kvöld, í Meistarakeppni karla í körfubolta. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og líkt og venja er vildi Andri Már Eggertsson, viðtalsmaður, fá viðtöl við þjálfara bæði Keflavíkur og Vals fyrir leik. Finnur Freyr Stefánsson neitaði hins vegar að gefa viðtal og samkvæmt því sem fram kom hjá Guðmundi Benediktssyni, sem lýsti leiknum, var ástæðan sú að Finnur var ósáttur við að leikurinn færi fram í Blue-höllinni í Keflavík, en ekki á heimavelli Íslandsmeistaranna eins og venja er. Báðir leikirnir í Meistarakeppninni, hjá konunum og körlunum, fóru fram í Keflavík í dag í svokölluðum „tvíhöfða“ á Stöð 2 Sport. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og voru á heimavelli í sínum leik, við Þór frá Akureyri sem þó fagnaði sigri í dag. Eftir leik Keflavíkur og Vals í kvöld, sem Keflvíkingar unnu nokkuð örugglega, var enginn fulltrúi Vals til viðtals. Finni Frey hafði verið vísað úr húsi í leiknum, vegna orðaskipta við dómara, en hvorki hann né nokkur af leikmönnum Vals gaf kost á viðtali þegar Andri Már og blaðamaður Vísis föluðust eftir því að leik loknum. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína í Bónus-deildinni næsta föstudagskvöld, þegar þeir sækja Stjörnuna heim, svo fyrsti heimaleikur þeirra á leiktíðinni verður 10. október þegar liðið tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn. Keflvíkingar sækja Álftanes heim í fyrstu umferð á fimmtudaginn, þegar keppni í Bónus-deild karla hefst, og sækja svo Hött heim áður en þeir taka á móti Njarðvík 18. október. Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og líkt og venja er vildi Andri Már Eggertsson, viðtalsmaður, fá viðtöl við þjálfara bæði Keflavíkur og Vals fyrir leik. Finnur Freyr Stefánsson neitaði hins vegar að gefa viðtal og samkvæmt því sem fram kom hjá Guðmundi Benediktssyni, sem lýsti leiknum, var ástæðan sú að Finnur var ósáttur við að leikurinn færi fram í Blue-höllinni í Keflavík, en ekki á heimavelli Íslandsmeistaranna eins og venja er. Báðir leikirnir í Meistarakeppninni, hjá konunum og körlunum, fóru fram í Keflavík í dag í svokölluðum „tvíhöfða“ á Stöð 2 Sport. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og voru á heimavelli í sínum leik, við Þór frá Akureyri sem þó fagnaði sigri í dag. Eftir leik Keflavíkur og Vals í kvöld, sem Keflvíkingar unnu nokkuð örugglega, var enginn fulltrúi Vals til viðtals. Finni Frey hafði verið vísað úr húsi í leiknum, vegna orðaskipta við dómara, en hvorki hann né nokkur af leikmönnum Vals gaf kost á viðtali þegar Andri Már og blaðamaður Vísis föluðust eftir því að leik loknum. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína í Bónus-deildinni næsta föstudagskvöld, þegar þeir sækja Stjörnuna heim, svo fyrsti heimaleikur þeirra á leiktíðinni verður 10. október þegar liðið tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn. Keflvíkingar sækja Álftanes heim í fyrstu umferð á fimmtudaginn, þegar keppni í Bónus-deild karla hefst, og sækja svo Hött heim áður en þeir taka á móti Njarðvík 18. október.
Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43