„Sýndu mér vini þína og ég sýni þér framtíð þína“ Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 28. september 2024 19:01 Það er gott að gera sér grein fyrir því að við erum öll að deyja, það er staðreynd, allir deyja. Og kannski væri gott að upplýsa unglingana okkar um það betur strax á unga aldri sem telja sig ódauðlega á þessum árum, því auðvitað eru flestir þeirra ekki að hugsa um dauðann á unglingsaldri eða lífið í framtíðinni heldur gleyma sér í sínu félagslega samfélagi, sem í flestum tilvikum í dag inniheldur fíkniefni, áfengi, partý og því miður ofbeldi í mörgum tilvikum. Ef við náum að gefa unglingunum okkar ákveðna visku, þekkingu og ,,raunveruleika tjékk" á unga aldri þá tel ég að stór hluti þeirra fari á bjartan veg til framtíðar. Lífið er svo dýrmætt og það er svo mikil sorg að sjá einhvern rústa lífi sínu vegna slæmra ákvarðana. Eins og ,,Marc Mero" orðar það svo vel að ,,Neysla fíkniefna leiðir bara til brotina drauma og hjarta, sambandsslita, rústar fjölskyldum og leiðir oftast til dauða." Og til hvers? Til að verða dópaður á hverjum degi og hanga með dópistum og hella lífi sínu niður í klósettið? ,,Til þess að hanga með aumingjum og verða svo mesti auminginn í hópnum?" - Marc Mero Ég skrifa þessa grein því ég og Marc Mero eigum margt sameiginlegt þegar kemur að þessum málum og ég vona að þessi grein og orð Marc í lok hennar muni hjálpa sem flestum. Ég tala af eigin reynslu þegar ég segi að það er svo mikilvægt að grípa inn í huga barna okkar strax á unga aldri og segja þeim hluti er varðar þessi málefni og gera það á réttan hátt miðað við aldur þeirra og halda því líka við eftir því sem þeir eldast í grunnskóla á hverju ári. Við gerum þeim engan greiða með því að sýna þeim heiminn einungis sem einhversskonar Disneyland með bros á vör, heldur verðum við að sýna þeim kaldan raunveruleikann eins og hann er. Ungt fólk tekur ákvarðanir á unga aldri sem fer með þá niður á annaðhvort mjög bjarta braut eða mjög dökka braut. Við erum öll mótuð í dag af þeim ákvörðunum sem við tókum í fortíðinni. Við erum það sem við erum í dag, vegna þess hvernig við hugsuðum og hvað við gerðum í fortíðinni. Einfaldlega orsök og afleiðing ákvarðana okkar og gjörða. Ég er 39 ára í dag og ég get sagt af eigin reynslu að það er ekkert mikilvægara en fjölskyldan. Það er ekkert mikilvægara en ástin og börnin manns. Það er ekkert mikilvægara en að finna ástríðu sína og fara eftir henni og finna það sem gefur manni raunverulega hamingju, gleði og frið. Ekki láta neinn koma í veg fyrir það líf sem þú vilt. Ekki lifa lífi einhvers annars. Það er líka gott að gera sér grein fyrir því að við getum breytt hvert við stefnum í lífinu þrátt fyrir fortíðina með því að breyta hvernig við hugsum, taka betri ákvarðanir og fá með því betri niðurstöðu." Það sem þú gerðir eða gerðir ekki í fortíðinni skilgreinir þig ekki núna nema þú leyfir því að gera það. Þú getur tekið þá ákvörðun að verða betri manneskja og gera þér grein fyrir hvað lífið er dýrmætt og taka ákvarðanir út frá þinni eigin ástríðu og hvað þú raunverulega vilt í lífinu. Hugurinn er okkar sterkasta verkfæri. Við verðum bóstaflega það sem við hugsum ef ég vitna í Búddha og tala af eigin reynslu. Flestir eru ómeðvitaðir um þetta en það er talið að hver manneskja hugsi um 60 þúsund hugsanir á dag. Það er með ólíkindum... Vandamálið er að flestir eru með þessar hugsanir á sjálfsstýringu og eru því algjörlega ómeðvitaðir um flestar hugsanir sínar og flestar hugsanirnar eru mjög neikvæðar og því fær það fólk ekki þá niðurstöðu í lífinu sem það vill. Pældu í því að vera meðvituð eða meðvitaður um þennan mátt hugans og nota það verkfæri til að skapa sér það líf sem maður raunverulega vill? Lífið er eins og segull. Hverning við hugsum það dregur okkur að fólki, aðstæðum, tækifærum og niðurstaðan er eftir því hvort þessar hugsanir eru neikvæðar eða jákvæðar. Og hvort við erum nógu meðvituð og höfum þessa þekkingu og visku og notum hana. Margir þola ekki þegar einhver nær árangri í lífinu. Það verður afbrýðisamt, reynir að skemma fyrir þeim og beinir sínum eigin sársauka í mörgum myndum að þeim sem eru komin með réttan hugsunarhátt og eru að ná árangri í lífinu, eru loksins orðnir þeir sjálfir. Ekki leyfa þér að dragast í það drama. Það kemur þér ekkert við. Hættu að svara fólki sem dregur þig niður og veita því athygli og vill halda þér á sama stað og það. Komdu þér í burtu frá því, það er allavega mitt ráð. Ég gæti skrifað mjög mikið um mátt hugans, heimspekina á bakvið hann, tæknina til að stjórna honum á réttan hátt, ímyndunaraflið sem í raun er það sem skapar allt í þessum heimi, því allt er ímyndað fyrst áður en það verður að veruleika eins og stóllinn sem þú gætir setið í núna við lestur þessarar greinar. Einnig karma lögmálið og annað sem tengist inn á andleg málefni sem bætir líf okkar. En ég vildi beina minni síðustu grein inn á börnin okkar og þeirra velferð og framtíð og ég tel að það sem ég hef skrifað hér sé nóg til að hafa jákvæð áhrif á það. Að lokum vil ég skilja við ykkur með þetta rúmlega 5 mínútna myndband sem í raun þessi grein er skrifuð meðal annars frá og ég vona að þetta myndband og þessi grein rati í réttar hendur sem ég í raun veit að það gerir. Allir foreldrar og börn ættu að horfa á þennan stutta en áhrifamikla fyrirlestur/lífssögu sem fékk heilan skóla til að gráta. Þú átt bara þetta líf. Farðu vel með það og hugsaðu rétt og taktu réttar ákvarðanir á hverjum degi fyrir sjálfan þig og ástvini þína. Veldu ástina og ljósið. https://www.youtube.com/watch?v=_u2qggffbYM Höfundur er eilífðarstúdent Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að gera sér grein fyrir því að við erum öll að deyja, það er staðreynd, allir deyja. Og kannski væri gott að upplýsa unglingana okkar um það betur strax á unga aldri sem telja sig ódauðlega á þessum árum, því auðvitað eru flestir þeirra ekki að hugsa um dauðann á unglingsaldri eða lífið í framtíðinni heldur gleyma sér í sínu félagslega samfélagi, sem í flestum tilvikum í dag inniheldur fíkniefni, áfengi, partý og því miður ofbeldi í mörgum tilvikum. Ef við náum að gefa unglingunum okkar ákveðna visku, þekkingu og ,,raunveruleika tjékk" á unga aldri þá tel ég að stór hluti þeirra fari á bjartan veg til framtíðar. Lífið er svo dýrmætt og það er svo mikil sorg að sjá einhvern rústa lífi sínu vegna slæmra ákvarðana. Eins og ,,Marc Mero" orðar það svo vel að ,,Neysla fíkniefna leiðir bara til brotina drauma og hjarta, sambandsslita, rústar fjölskyldum og leiðir oftast til dauða." Og til hvers? Til að verða dópaður á hverjum degi og hanga með dópistum og hella lífi sínu niður í klósettið? ,,Til þess að hanga með aumingjum og verða svo mesti auminginn í hópnum?" - Marc Mero Ég skrifa þessa grein því ég og Marc Mero eigum margt sameiginlegt þegar kemur að þessum málum og ég vona að þessi grein og orð Marc í lok hennar muni hjálpa sem flestum. Ég tala af eigin reynslu þegar ég segi að það er svo mikilvægt að grípa inn í huga barna okkar strax á unga aldri og segja þeim hluti er varðar þessi málefni og gera það á réttan hátt miðað við aldur þeirra og halda því líka við eftir því sem þeir eldast í grunnskóla á hverju ári. Við gerum þeim engan greiða með því að sýna þeim heiminn einungis sem einhversskonar Disneyland með bros á vör, heldur verðum við að sýna þeim kaldan raunveruleikann eins og hann er. Ungt fólk tekur ákvarðanir á unga aldri sem fer með þá niður á annaðhvort mjög bjarta braut eða mjög dökka braut. Við erum öll mótuð í dag af þeim ákvörðunum sem við tókum í fortíðinni. Við erum það sem við erum í dag, vegna þess hvernig við hugsuðum og hvað við gerðum í fortíðinni. Einfaldlega orsök og afleiðing ákvarðana okkar og gjörða. Ég er 39 ára í dag og ég get sagt af eigin reynslu að það er ekkert mikilvægara en fjölskyldan. Það er ekkert mikilvægara en ástin og börnin manns. Það er ekkert mikilvægara en að finna ástríðu sína og fara eftir henni og finna það sem gefur manni raunverulega hamingju, gleði og frið. Ekki láta neinn koma í veg fyrir það líf sem þú vilt. Ekki lifa lífi einhvers annars. Það er líka gott að gera sér grein fyrir því að við getum breytt hvert við stefnum í lífinu þrátt fyrir fortíðina með því að breyta hvernig við hugsum, taka betri ákvarðanir og fá með því betri niðurstöðu." Það sem þú gerðir eða gerðir ekki í fortíðinni skilgreinir þig ekki núna nema þú leyfir því að gera það. Þú getur tekið þá ákvörðun að verða betri manneskja og gera þér grein fyrir hvað lífið er dýrmætt og taka ákvarðanir út frá þinni eigin ástríðu og hvað þú raunverulega vilt í lífinu. Hugurinn er okkar sterkasta verkfæri. Við verðum bóstaflega það sem við hugsum ef ég vitna í Búddha og tala af eigin reynslu. Flestir eru ómeðvitaðir um þetta en það er talið að hver manneskja hugsi um 60 þúsund hugsanir á dag. Það er með ólíkindum... Vandamálið er að flestir eru með þessar hugsanir á sjálfsstýringu og eru því algjörlega ómeðvitaðir um flestar hugsanir sínar og flestar hugsanirnar eru mjög neikvæðar og því fær það fólk ekki þá niðurstöðu í lífinu sem það vill. Pældu í því að vera meðvituð eða meðvitaður um þennan mátt hugans og nota það verkfæri til að skapa sér það líf sem maður raunverulega vill? Lífið er eins og segull. Hverning við hugsum það dregur okkur að fólki, aðstæðum, tækifærum og niðurstaðan er eftir því hvort þessar hugsanir eru neikvæðar eða jákvæðar. Og hvort við erum nógu meðvituð og höfum þessa þekkingu og visku og notum hana. Margir þola ekki þegar einhver nær árangri í lífinu. Það verður afbrýðisamt, reynir að skemma fyrir þeim og beinir sínum eigin sársauka í mörgum myndum að þeim sem eru komin með réttan hugsunarhátt og eru að ná árangri í lífinu, eru loksins orðnir þeir sjálfir. Ekki leyfa þér að dragast í það drama. Það kemur þér ekkert við. Hættu að svara fólki sem dregur þig niður og veita því athygli og vill halda þér á sama stað og það. Komdu þér í burtu frá því, það er allavega mitt ráð. Ég gæti skrifað mjög mikið um mátt hugans, heimspekina á bakvið hann, tæknina til að stjórna honum á réttan hátt, ímyndunaraflið sem í raun er það sem skapar allt í þessum heimi, því allt er ímyndað fyrst áður en það verður að veruleika eins og stóllinn sem þú gætir setið í núna við lestur þessarar greinar. Einnig karma lögmálið og annað sem tengist inn á andleg málefni sem bætir líf okkar. En ég vildi beina minni síðustu grein inn á börnin okkar og þeirra velferð og framtíð og ég tel að það sem ég hef skrifað hér sé nóg til að hafa jákvæð áhrif á það. Að lokum vil ég skilja við ykkur með þetta rúmlega 5 mínútna myndband sem í raun þessi grein er skrifuð meðal annars frá og ég vona að þetta myndband og þessi grein rati í réttar hendur sem ég í raun veit að það gerir. Allir foreldrar og börn ættu að horfa á þennan stutta en áhrifamikla fyrirlestur/lífssögu sem fékk heilan skóla til að gráta. Þú átt bara þetta líf. Farðu vel með það og hugsaðu rétt og taktu réttar ákvarðanir á hverjum degi fyrir sjálfan þig og ástvini þína. Veldu ástina og ljósið. https://www.youtube.com/watch?v=_u2qggffbYM Höfundur er eilífðarstúdent
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun