„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2024 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vanda líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld. „Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins. Olís-deild karla Fram Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn