Á síðu ráðstefnunnar segir að heilabilun hafi verið lýst sem forgangsverkefni í lýðheilsu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Rannsóknir á forvörnum gegn heilabilun hafi verið settar í forgang.
„Lífsstíll þinn í dag hefur áhrif á heilsu þína síðar á ævinni. Þú getur dregið úr líkunum að fá heilabilun síðar á ævinni eða seinkað framgangi heilabilunarsjúkdóms. Það er ekki eftir neinu að bíða.“
Ráðstefnan fer fram á Hótel Reykjavík Grand í Sigtúni og verður einnig hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.
Fundarstjóri er Sigríður Pétursdóttir og fyrirlestrarnir eru nokkrir:
-Heilabilun og forvarnir; aldrei of snemmt, aldrei of seint. Alma D. Möller
-Heilahreysti: Að taka því sem að höndum ber eða spyrna við fótum. María Kristín Jónsdóttir
-A Positive Approach to Dementia Care - Jákvæð nálgun við umönnun fólks með heilabilun. Teepa Snow
-Að vera eða vera ekki – virkur! Mikilvægi virkninnar frá upphafi greiningar. Harpa Björgvinsdóttir
-Heilsan er mikilvæg. Hópurinn Heilsa og hugur í Mosfellsbæ.
-Hvað getum við gert? Frásögn fjölskyldu sem gekk í gegnum það erfiða verkefni að missa föður og eiginmann úr Alzheimer.
-Tónlist og heilabilun. Jóna Þórsdóttir
-Skokkhópurinn Munum leiðina. Páll Eggert Ólason þjónustu þegi Seiglunnar og Stefanía Eyþórsdóttir aðstoðarverkefnastjóri og íþróttafræðingur Seiglunnar.
-Lokaorð ráðstefnunnar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir formaður Alzheimersamtakanna