Engum til sóma Sigmar Guðmundsson skrifar 17. september 2024 14:47 Þessi þingvetur fer nú eiginlega ekkert sérstaklega vel af stað eftir þingsetningu í síðustu viku. Það fer ákaflega lítið fyrir stjórnarmálum á Alþingi, að undanskildu fjárlagafrumvarpinu, sem mun lítið gera til að lina fjárhagslegar þjáningar fólks og fyrirtækja vegna hárrar verðbólgu og séríslensku ofurvaxtanna. Í stað þess að vera tilbúin í þingvetur með raunverulegum aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki ber mest á ósættinu, sem er ekki nýtt, en óvenju nöturlegt að þessu sinni. Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yazans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð. Stjórnmálin á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljótum við að geta verið sammála. Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki. Í þetta ósætti fer öll orka stjórnarflokkana á sama tíma og brýn hagsmunamál ná ekki einu sinni inn í þingið á síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Á Alþingi ríkir málaþurrð stjórnarflokkanna. Við ættum auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt. Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim endemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mál Yazans Mest lesið Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Úrskurðargrautur lögmanna Ómar R. Valdimarsson Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson Skoðun Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða í boði orkugeirans og Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson Skoðun Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal Skoðun Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Vísindin vakna til nýsköpunar! Einar Mäntylä skrifar Skoðun Risastórt lýðheilsumál sem Alþingi hunsar Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar Skoðun Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar Skoðun Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar Skoðun Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Að dansa í regninu Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði orkugeirans og Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Úrskurðargrautur lögmanna Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Hinn langi USArmur Ísraels Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason,Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um Ölfusárbrú og veggjöld Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir,Hafsteinn Einarsson skrifar Skoðun Ég var með alþingismanni í meðferð Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi þingvetur fer nú eiginlega ekkert sérstaklega vel af stað eftir þingsetningu í síðustu viku. Það fer ákaflega lítið fyrir stjórnarmálum á Alþingi, að undanskildu fjárlagafrumvarpinu, sem mun lítið gera til að lina fjárhagslegar þjáningar fólks og fyrirtækja vegna hárrar verðbólgu og séríslensku ofurvaxtanna. Í stað þess að vera tilbúin í þingvetur með raunverulegum aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki ber mest á ósættinu, sem er ekki nýtt, en óvenju nöturlegt að þessu sinni. Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yazans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð. Stjórnmálin á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljótum við að geta verið sammála. Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki. Í þetta ósætti fer öll orka stjórnarflokkana á sama tíma og brýn hagsmunamál ná ekki einu sinni inn í þingið á síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Á Alþingi ríkir málaþurrð stjórnarflokkanna. Við ættum auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt. Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim endemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Af fordómum gervigreindar, Gísla Marteini og því sem þú getur gert til að hafa áhrif! Lilja Dögg Jónsdóttir,Hafsteinn Einarsson skrifar
Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar