Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifa 10. september 2024 12:03 Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar