Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifa 10. september 2024 12:03 Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar