Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifa 10. september 2024 12:03 Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun