Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2024 12:14 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt ógnarsterku landsliði Noregs undanfarin ár. EPA-EFE/Zsol Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti. Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK. Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK.
Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira