Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson skrifar 8. september 2024 14:33 Með nánast einu pennastriki væri hægt að raungera fyrirsögnina hér að ofan. Með einu pennastriki væri hægt að hrinda í framkvæmd breytingu sem myndi á afar skömmum tíma, örfáum mánuðum, skila einhverjum mestu umbótum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki sem um getur. Umbætur sem myndu skila sér strax: Lækkun greiðslubyrðar húsnæðislána um helming. Lækkun leiguverðs. Lækkun fjármagnskostnaðar fyrirtækja um allt að helming. Brotthvarf verðtryggðra lána. Stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Gjörbreytt og sanngjarnt fjármálaumhverfi sem bætir hag 99% þjóðarinnar. Gallar sem kæmu fram strax: Fjármagnseigendur sem hafa megintekjur sínar af vöxtum, geta ekki lengur gengið í sjóði heimila og fyrirtækja fyrir tilstuðlan hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Evrutengd króna og stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu: Einhliða og einfalt Slík bylgja lækkana á flestum sviðum mun að sjálfsögðu valda því að verðbólga mun hjaðna hratt - nánast þurrkast út. En hvernig er hægt að gera þetta? Það er einfalt. Með lagasetningu verður íslenska krónan framvegis tengd evru og þar með gilda stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu framvegis, rétt eins og er í nær öllum ríkjum Evrópu. Lykilatriðið er að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu gildi hér samhliða Evrutengingu krónu. Hlutverki Seðlabanka Íslands verður samhliða breytt í samræmi við ný lög. Vissulega mun þetta kosta mikla vinnu og undirbúning. Breyting laga um lífeyrissjóði og margt fleira fellur til en í raun er þetta gert með einu pennastriki. Pennastrikið er ákvörðunin um að gera þessar grundvallar breytingar á fjármálakerfinu, öllum til bóta. Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Hvers vegna að tengja við evru? Svarið er, að hér á landi búum við nær alfarið við evrópskt reglu- og lagaumhverfi. Staðreyndin er að við hlýtum öllum sömu leikreglum og nær allir nágrannar okkar í Evrópu. Nema einni. Við borgum margfalt hærri vexti og munurinn er sláandi. Lítum á nokkur dæmi um breytilega óverðtryggða íbúðalánavexti í Evrópu: Danmörk 3 - 4% Svíþjóð 3,8 - 4,5% Noregur 6 - 7% Ísland 11 - 12% Grikkland 3-4% Ítalía 3-4% Hér er rétt að geta þess að 3-4% vextir nágranna okkar sem hér eru sýndir þykja háir, eru að jafnaði mun lægri. Danmörk, 6 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, en dkr. er tengd evrunni sem gefur aukin stöðugleika og hefur meðal annars leitt til þess að danska krónan er í dag farin að nálgast tvöfalt virði nkr. og skr. Svíþjóð, 11 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, ekki tengd evru og svo virðist sem sú ákvörðun sé að valda þessari miklu veikingu sænsku krónunnar. Noregur, 5,6 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES eins og Ísland, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Ísland, 0,4 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Með því að tengja íslensku krónuna evru getur Ísland skotið sér upp að hlið nágrannaþjóða sinna nær og fjær ( Grikkland og Ítalía eru með 3,5% vexti). Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Er ekki tími til kominn að tengja? Nýjar leikreglur – Nýr veruleiki Þegar farið verður í þessa gjörbyltingu fjármálakerfisins munu 99% þjóðarinnar fagna. Eitt prósent mun hins vegar ekki fagna og berjast með kjafti og klóm til síðasta manns, fram á síðasta dag, til að koma í veg fyrir gjörninginn. Við munum heyra tal um fullveldi, fiskikvóta, sérstöðu og hvað eina sem til fellur. Af því tilefni er rétt að taka fram að hér er ekki um inngöngu í ESB að ræða, heldur tengingu íslensku krónunnar við evru samhliða upptöku stýrivaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu hér á landi, með samráði eða einhliða. Umræða um inngöngu í ESB, með eða móti er síðan allt annar hlutur og getur haldið áfram óáreitt en með einni stórri breytingu þó - þjóðinni blæðir ekki út á meðan í okurvaxtaumhverfi. Það má segja að barátta eina prósentsins sé þegar hafin en undirritaður hefur nú þegar fengið heilmiklar skammir fyrir málflutninginn frá ónefndum aðilum innan raða eina prósentsins. Miklar skammir en engin haldbær rök – engin. Aðeins fullyrðingar af ýmsu tagi um að nauðsyn sé að hafa leikreglur sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og koma skelfilega illa niður á 99% hennar.... Er ekki tími til kominn að tengja? Hætta að hlýta leikreglum sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og taka upp leikreglur hannaðar fyrir 99% þjóðarinnar? Ég segi já. Eitt risastórt Já. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Efnahagsmál Íslenska krónan Húsnæðismál Baldur Borgþórsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Með nánast einu pennastriki væri hægt að raungera fyrirsögnina hér að ofan. Með einu pennastriki væri hægt að hrinda í framkvæmd breytingu sem myndi á afar skömmum tíma, örfáum mánuðum, skila einhverjum mestu umbótum fyrir íslensk heimili og fyrirtæki sem um getur. Umbætur sem myndu skila sér strax: Lækkun greiðslubyrðar húsnæðislána um helming. Lækkun leiguverðs. Lækkun fjármagnskostnaðar fyrirtækja um allt að helming. Brotthvarf verðtryggðra lána. Stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Gjörbreytt og sanngjarnt fjármálaumhverfi sem bætir hag 99% þjóðarinnar. Gallar sem kæmu fram strax: Fjármagnseigendur sem hafa megintekjur sínar af vöxtum, geta ekki lengur gengið í sjóði heimila og fyrirtækja fyrir tilstuðlan hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Evrutengd króna og stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu: Einhliða og einfalt Slík bylgja lækkana á flestum sviðum mun að sjálfsögðu valda því að verðbólga mun hjaðna hratt - nánast þurrkast út. En hvernig er hægt að gera þetta? Það er einfalt. Með lagasetningu verður íslenska krónan framvegis tengd evru og þar með gilda stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu framvegis, rétt eins og er í nær öllum ríkjum Evrópu. Lykilatriðið er að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu gildi hér samhliða Evrutengingu krónu. Hlutverki Seðlabanka Íslands verður samhliða breytt í samræmi við ný lög. Vissulega mun þetta kosta mikla vinnu og undirbúning. Breyting laga um lífeyrissjóði og margt fleira fellur til en í raun er þetta gert með einu pennastriki. Pennastrikið er ákvörðunin um að gera þessar grundvallar breytingar á fjármálakerfinu, öllum til bóta. Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Hvers vegna að tengja við evru? Svarið er, að hér á landi búum við nær alfarið við evrópskt reglu- og lagaumhverfi. Staðreyndin er að við hlýtum öllum sömu leikreglum og nær allir nágrannar okkar í Evrópu. Nema einni. Við borgum margfalt hærri vexti og munurinn er sláandi. Lítum á nokkur dæmi um breytilega óverðtryggða íbúðalánavexti í Evrópu: Danmörk 3 - 4% Svíþjóð 3,8 - 4,5% Noregur 6 - 7% Ísland 11 - 12% Grikkland 3-4% Ítalía 3-4% Hér er rétt að geta þess að 3-4% vextir nágranna okkar sem hér eru sýndir þykja háir, eru að jafnaði mun lægri. Danmörk, 6 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, en dkr. er tengd evrunni sem gefur aukin stöðugleika og hefur meðal annars leitt til þess að danska krónan er í dag farin að nálgast tvöfalt virði nkr. og skr. Svíþjóð, 11 milljónir íbúa, er í ESB, með eigin mynt, ekki tengd evru og svo virðist sem sú ákvörðun sé að valda þessari miklu veikingu sænsku krónunnar. Noregur, 5,6 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES eins og Ísland, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Ísland, 0,4 milljónir íbúa, er ekki í ESB en er í EES, er með eigin mynt og ekki tengda evru. Með því að tengja íslensku krónuna evru getur Ísland skotið sér upp að hlið nágrannaþjóða sinna nær og fjær ( Grikkland og Ítalía eru með 3,5% vexti). Með einu pennastriki er hægt að gera kraftaverk. Er ekki tími til kominn að tengja? Nýjar leikreglur – Nýr veruleiki Þegar farið verður í þessa gjörbyltingu fjármálakerfisins munu 99% þjóðarinnar fagna. Eitt prósent mun hins vegar ekki fagna og berjast með kjafti og klóm til síðasta manns, fram á síðasta dag, til að koma í veg fyrir gjörninginn. Við munum heyra tal um fullveldi, fiskikvóta, sérstöðu og hvað eina sem til fellur. Af því tilefni er rétt að taka fram að hér er ekki um inngöngu í ESB að ræða, heldur tengingu íslensku krónunnar við evru samhliða upptöku stýrivaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu hér á landi, með samráði eða einhliða. Umræða um inngöngu í ESB, með eða móti er síðan allt annar hlutur og getur haldið áfram óáreitt en með einni stórri breytingu þó - þjóðinni blæðir ekki út á meðan í okurvaxtaumhverfi. Það má segja að barátta eina prósentsins sé þegar hafin en undirritaður hefur nú þegar fengið heilmiklar skammir fyrir málflutninginn frá ónefndum aðilum innan raða eina prósentsins. Miklar skammir en engin haldbær rök – engin. Aðeins fullyrðingar af ýmsu tagi um að nauðsyn sé að hafa leikreglur sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og koma skelfilega illa niður á 99% hennar.... Er ekki tími til kominn að tengja? Hætta að hlýta leikreglum sem hannaðar eru fyrir 1% þjóðarinnar og taka upp leikreglur hannaðar fyrir 99% þjóðarinnar? Ég segi já. Eitt risastórt Já. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar