Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin Árnason skrifar 8. september 2024 09:01 Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun