Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 6. september 2024 14:32 Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun