Nú árið er liðið í aldanna skaut Sigurður Páll Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sjávarútvegur Miðflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag 30. ágúst er næst síðasti dagur fiskveiðikvóta ársins og útgerðir að undirbúa sig fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst 1. september. Margir eru hugsi yfir því að ekki hafi tekist að byggja upp fiskistofna þá sérstaklega þorskstofninn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem unnið hefur verið eftir með sama móteli í 40 ár. Þó undirritaður hafi í 40 ár stutt fiskveiðistjórnunar kerfið sem byggt er upp með sjónarmiði að sjálfbærri nýtingu fiskistofna eftir ráðgjöf fiskifræðinga hefur mótelið verið meitlað í stein og gagnrýnum gleraugum komið fyrir ofan í skúffu. Svörin sem fást þegar spurt er út í óhagganleika mótelsins í fiskveiðistjórnunarkerfinu sem raun ber vitni um, er svarið: Kerfið verður að vera í föstum skorðum svo hægt sé með vissu að bera saman á milli ára, árangurinn! Gott og vel en fiskarnir hafa sporð og ugga sem þeir nota til að eltast við ætið sem er hreyfanlegt í hafdjúpunum líkt og fiskurinn er við það eltist. Göngumynstur fiska er breytilegt milli ára þó hrygningarfiskur leiti á svipaðar slóðir á milli ára. Nú og hitastig sjávar er breytilegt á milli ára og svo mætti lengi telja…. Sjálfur hef ég verið viðloðandi sjómennsku í rúm 40 ár. Þegar ég settist fyrst inná alþingi hausið 2013 og steig í pontu til að ræða um sjávarútvegsmál, tæmdist þingsalurinn mér til undrunar og vissi ekki hvaðan á mér stóð veðrið. Eftir að hafa útilokað eigin andremmu, óburstaðar tennur eða opna buxnaklauf komst ég að því, eftir töluverðar rannsóknir, að þingmenn höfðu enga áhuga á sjávarútvegsmálum nema ef vera skildi að hækka veiðigjöld. Hafrannsóknarstofnun fær ekki nægjanlegt fjármagn til rannsókna og tek ég heilshugar undir það og veit að starfsemi stofnunarinnar er unnin eftir bestu getu eftir því fjármagni sem henni er skammtað. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að rannsóknir á lífríki sjávar við Íslands stendur sé fjármagnað með þeim hætti að trúverðuleiki og yfirsýn um stöðu á fiskimiðum okkar standist! Í því sambandi langar mig að nefna bann við veiðum á hvítlúðu. Árið 2012 var bein sókn í veiðar á hvítlúðu bönnuð og ef lúða kæmi í veiðafæri skipa með dregin veiðafæri (troll eða snuruvoð) og net skildi henni landað sem (vs) afla til ríkisins eða hafró. Lúða sem kæmi á línukróka eða handfæri skildi skorið á króktauminn hvort sem lúðan væri lifandi eða dauð og henni skilað í sjóinn. Núna 12 árum seinna hefur ekkert breyst hvað þetta lúðubann varðar en lúðan kemur í veiðafærin í miklu magni sem aldei fyrr. Margar fyrirspurnir hef ég lagt fyrir sjávarútvegsráðherra um þetta bann, af og til þessi 12 ár og komið með ýmsar tillögur en árangurinn er enginn, því Hafrannsóknarstofnun Íslands fær ekki fjármagn til rannsókna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar