Fimm prósent af þingmanni? Róbert Björnsson skrifar 27. ágúst 2024 16:01 Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun