Dana Björg með fimmtán mörk í bikarsigri en liðið dæmt úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 08:31 Dana Björg Guðmundsdòttir er hér til hægri í treyju númer 23. Hún fór á kostum í síðasta leik en fékk slæmar fréttir að honum loknum. @dana_bjorg Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda héldu að þær væru komnar áfram í norsku bikarkeppninni í handbolta eftir stórsigur en annað kom á daginn. Volda vann 45-6 sigur á Godöy í annarri umferðinni og héldu því að þær væru komnar áfram í þriðju umferðina. Í ljós kom að félagið þeirra hafði klúðrað sínum málum. Leikmaður sem var ekki kominn með leikheimild tók þátt í leiknum vegna mistaka forráðamanna. Godöy var því dæmdur sigur þar sem Volda notaði þennan ólöglegan leikmann. Hin íslenska Dana Björg skoraði fimmtán mörk í leiknum en varð að sætta sig við að bikarævintýrið væri á enda þrátt fyrir 39 marka sigur. Svolítið broslegt „Þetta er svolítið broslegt þegar þú sérð úrslitin,“ sagði Maria Ulla, leikmaður Godöy, í samtali við NRK. Arild Bakke, stjórnarformaður Volda, segir að félagið hefði átt að sjá þetta í tíma fyrir leikinn. Hann segir að fjöldi nýrra leikmanna hafi komið til liðsins í sumar og þeir áttuðu sig ekki á því að einn þeirra var ekki búinn að fá leikheimild. „Ég held að ég hafi aldrei lent í svona á tuttugu árum mínum í boltanum. Þetta hefur ekki gerst áður. Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir leikmennina okkar,“ sagði Bakke. „Það gerist ekkert annað en að við erum úr leik í bikarnum. Við verðum að læra af þessu og fara betur yfir þessi mál hjá okkur. Okkar markmið er standa okkur vel í úrvalsdeildinni,“ sagði Bakke. Dana Björg Guðmundsdóttir er 22 ára gömul og á íslenska foreldra eða þau Guðmund Bragason og Ingu Steingrímsdóttur. Foreldrar hennar eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í vaxtarrækt. Dana hefur búið nær alla tíð í Noregi. Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Volda vann 45-6 sigur á Godöy í annarri umferðinni og héldu því að þær væru komnar áfram í þriðju umferðina. Í ljós kom að félagið þeirra hafði klúðrað sínum málum. Leikmaður sem var ekki kominn með leikheimild tók þátt í leiknum vegna mistaka forráðamanna. Godöy var því dæmdur sigur þar sem Volda notaði þennan ólöglegan leikmann. Hin íslenska Dana Björg skoraði fimmtán mörk í leiknum en varð að sætta sig við að bikarævintýrið væri á enda þrátt fyrir 39 marka sigur. Svolítið broslegt „Þetta er svolítið broslegt þegar þú sérð úrslitin,“ sagði Maria Ulla, leikmaður Godöy, í samtali við NRK. Arild Bakke, stjórnarformaður Volda, segir að félagið hefði átt að sjá þetta í tíma fyrir leikinn. Hann segir að fjöldi nýrra leikmanna hafi komið til liðsins í sumar og þeir áttuðu sig ekki á því að einn þeirra var ekki búinn að fá leikheimild. „Ég held að ég hafi aldrei lent í svona á tuttugu árum mínum í boltanum. Þetta hefur ekki gerst áður. Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir leikmennina okkar,“ sagði Bakke. „Það gerist ekkert annað en að við erum úr leik í bikarnum. Við verðum að læra af þessu og fara betur yfir þessi mál hjá okkur. Okkar markmið er standa okkur vel í úrvalsdeildinni,“ sagði Bakke. Dana Björg Guðmundsdóttir er 22 ára gömul og á íslenska foreldra eða þau Guðmund Bragason og Ingu Steingrímsdóttur. Foreldrar hennar eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í vaxtarrækt. Dana hefur búið nær alla tíð í Noregi.
Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti