Hvað eiga lýðræði og hátíðarhöld sameiginlegt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun