Eru framkvæmdir í Saltvík loftslagsvænar? Ólafur S. Andrésson skrifar 17. ágúst 2024 18:01 Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar