„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Nenad Sostaric er hundfúll yfir fyrirkomulaginu á EM U18-landsliða karla. EPA/Zsolt Czegledi „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22. Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn Given vorkennir Heimi Fótbolti „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Fótbolti Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Sport Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Enski boltinn Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enski boltinn „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Fótbolti Pochettino verður sá launahæsti í sögunni Fótbolti Fleiri fréttir Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Uppgjörið og viðtöl: Haukar - Selfoss 32-20 | Haukar kjöldrógu Selfoss Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel „Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ „Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Kristján fagnaði sigri í fyrsta leiknum með SAH Sjá meira
Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22.
Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá Haaland Enski boltinn Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Enski boltinn Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Íslenski boltinn Given vorkennir Heimi Fótbolti „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Fótbolti Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Sport Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Enski boltinn Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enski boltinn „Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Fótbolti Pochettino verður sá launahæsti í sögunni Fótbolti Fleiri fréttir Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Uppgjörið og viðtöl: Haukar - Selfoss 32-20 | Haukar kjöldrógu Selfoss Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel „Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ „Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Kristján fagnaði sigri í fyrsta leiknum með SAH Sjá meira