Frakkar í úrslit eftir spennuleik Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 17:48 Ungstirnið Victor Wembanyama fagnar sigrinum. Vísir/Getty Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Þjóðverjum í spennuleik. Í kvöld ræðst hvort það verða Bandaríkjamenn eða Serbar sem mæta Frökkum í úrslitum. Leikurinn í dag var jafn og spennandi en Þjóðverjar byrjuðu betur og voru 25-18 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Frakkar svöruðu þó og voru búnir að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 33-33. Í stöðunni 48-49 fyrir Þjóðaverja í þriðja leikhlutanum náðu Frakkar síðan góðu áhlaupi. Þeir komust í 56-50 undir lok þriðja leikhlutans og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í lokafjórðungnum. Frakkar komust mest í 66-53 forystu og virtust vera að sigla beint í úrslitin. Þjóðverjar voru þó ekki á þeim buxunum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar 39 sekúndur voru eftir skoraði Franz Wagner þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 70-68. Frakkar voru þó ískaldir á lokasekúndunum. Eftir að bæði lið höfðu sett sitthvort vítaskotið niður tókst Isaia Cordinier að skora úr tveimur vítum og koma muninum í tveggja körfu leik með aðeins sjö sekúndur á klukkunni. Það var of mikið fyrir Þjóðverja og Frakkar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum við mikinn fögnuð heimamanna í höllinni. ON EST EN FINALE DES JEUX OLYMPIQUES 🇫🇷Quel match, quelle victoire, merci les gars 🤩#TeamFranceBasket | #PassionnémentBleu | #Paris2024 | #FRAGER pic.twitter.com/3MYqDZVkO3— Équipes de France de Basket (@FRABasketball) August 8, 2024 Yabusele Guerschon var stigahæstur Frakka í dag með 17 stig auk þess að taka 7 fráköst. Stórstjarnan Victor Wembanyama skoraði 11 stig en hann hitti illa í leiknum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þegar Bandaríkjamenn og Serbar mætast. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn og spennandi en Þjóðverjar byrjuðu betur og voru 25-18 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Frakkar svöruðu þó og voru búnir að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 33-33. Í stöðunni 48-49 fyrir Þjóðaverja í þriðja leikhlutanum náðu Frakkar síðan góðu áhlaupi. Þeir komust í 56-50 undir lok þriðja leikhlutans og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í lokafjórðungnum. Frakkar komust mest í 66-53 forystu og virtust vera að sigla beint í úrslitin. Þjóðverjar voru þó ekki á þeim buxunum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar 39 sekúndur voru eftir skoraði Franz Wagner þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 70-68. Frakkar voru þó ískaldir á lokasekúndunum. Eftir að bæði lið höfðu sett sitthvort vítaskotið niður tókst Isaia Cordinier að skora úr tveimur vítum og koma muninum í tveggja körfu leik með aðeins sjö sekúndur á klukkunni. Það var of mikið fyrir Þjóðverja og Frakkar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum við mikinn fögnuð heimamanna í höllinni. ON EST EN FINALE DES JEUX OLYMPIQUES 🇫🇷Quel match, quelle victoire, merci les gars 🤩#TeamFranceBasket | #PassionnémentBleu | #Paris2024 | #FRAGER pic.twitter.com/3MYqDZVkO3— Équipes de France de Basket (@FRABasketball) August 8, 2024 Yabusele Guerschon var stigahæstur Frakka í dag með 17 stig auk þess að taka 7 fráköst. Stórstjarnan Victor Wembanyama skoraði 11 stig en hann hitti illa í leiknum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þegar Bandaríkjamenn og Serbar mætast.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira