Frakkar í úrslit eftir spennuleik Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 17:48 Ungstirnið Victor Wembanyama fagnar sigrinum. Vísir/Getty Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Þjóðverjum í spennuleik. Í kvöld ræðst hvort það verða Bandaríkjamenn eða Serbar sem mæta Frökkum í úrslitum. Leikurinn í dag var jafn og spennandi en Þjóðverjar byrjuðu betur og voru 25-18 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Frakkar svöruðu þó og voru búnir að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 33-33. Í stöðunni 48-49 fyrir Þjóðaverja í þriðja leikhlutanum náðu Frakkar síðan góðu áhlaupi. Þeir komust í 56-50 undir lok þriðja leikhlutans og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í lokafjórðungnum. Frakkar komust mest í 66-53 forystu og virtust vera að sigla beint í úrslitin. Þjóðverjar voru þó ekki á þeim buxunum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar 39 sekúndur voru eftir skoraði Franz Wagner þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 70-68. Frakkar voru þó ískaldir á lokasekúndunum. Eftir að bæði lið höfðu sett sitthvort vítaskotið niður tókst Isaia Cordinier að skora úr tveimur vítum og koma muninum í tveggja körfu leik með aðeins sjö sekúndur á klukkunni. Það var of mikið fyrir Þjóðverja og Frakkar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum við mikinn fögnuð heimamanna í höllinni. ON EST EN FINALE DES JEUX OLYMPIQUES 🇫🇷Quel match, quelle victoire, merci les gars 🤩#TeamFranceBasket | #PassionnémentBleu | #Paris2024 | #FRAGER pic.twitter.com/3MYqDZVkO3— Équipes de France de Basket (@FRABasketball) August 8, 2024 Yabusele Guerschon var stigahæstur Frakka í dag með 17 stig auk þess að taka 7 fráköst. Stórstjarnan Victor Wembanyama skoraði 11 stig en hann hitti illa í leiknum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þegar Bandaríkjamenn og Serbar mætast. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn og spennandi en Þjóðverjar byrjuðu betur og voru 25-18 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Frakkar svöruðu þó og voru búnir að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 33-33. Í stöðunni 48-49 fyrir Þjóðaverja í þriðja leikhlutanum náðu Frakkar síðan góðu áhlaupi. Þeir komust í 56-50 undir lok þriðja leikhlutans og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í lokafjórðungnum. Frakkar komust mest í 66-53 forystu og virtust vera að sigla beint í úrslitin. Þjóðverjar voru þó ekki á þeim buxunum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar 39 sekúndur voru eftir skoraði Franz Wagner þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 70-68. Frakkar voru þó ískaldir á lokasekúndunum. Eftir að bæði lið höfðu sett sitthvort vítaskotið niður tókst Isaia Cordinier að skora úr tveimur vítum og koma muninum í tveggja körfu leik með aðeins sjö sekúndur á klukkunni. Það var of mikið fyrir Þjóðverja og Frakkar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum við mikinn fögnuð heimamanna í höllinni. ON EST EN FINALE DES JEUX OLYMPIQUES 🇫🇷Quel match, quelle victoire, merci les gars 🤩#TeamFranceBasket | #PassionnémentBleu | #Paris2024 | #FRAGER pic.twitter.com/3MYqDZVkO3— Équipes de France de Basket (@FRABasketball) August 8, 2024 Yabusele Guerschon var stigahæstur Frakka í dag með 17 stig auk þess að taka 7 fráköst. Stórstjarnan Victor Wembanyama skoraði 11 stig en hann hitti illa í leiknum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þegar Bandaríkjamenn og Serbar mætast.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira