Glútenlaust nesti - djöfulsins lúxus! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. júlí 2024 08:00 Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar